Frá og með föstudeginum 15. janúar breytast verklagsreglur leikskólans með innkomu foreldra í fataherbergin en nýjar sóttvarnarreglur taka gildi 13. janúar. Breytingar verða þessar :
- á mánudagsmorgnum geta 4 foreldrar verið samtímis í fataherbergjum á Vík og Holti, gengið frá fatnaði og búnaði barnanna í fatahólfin og kvatt þau. Foreldrar þurfa að vera með grímu, eru beðnir að spritta sig og snerta einungis nauðsynlega fleti í rýminu. Foreldrar bíða eftir að röðin komi að þeim og virði fjöldatakmarkanir.
- á Lóni geta 2 foreldrar verið í fataherbergi en það er þrengra og minna en hin tvö ( grímuskylda og sprittun ).
- á föstudögum í lok dags getur sami fjöldi foreldra komið í fataherbergin, gengið frá dóti barna sinna um leið og þau eru sótt.
Foreldrar eru beðnir að upplýsa aðra þá sem sækja börnin um þessar breyttu verklagsreglur sem gilda þangað til annað verður ákveðið.