Dagur leikskólans - myndbönd frá deildum

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið síðustu fjórtán árin. Sjötti febrúar á sér þó lengri og merkilegri sögu en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og vekja athygli á því faglega og metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólum ár hvert.

Í Garðaseli fögnum við deginum með sameiginlegri söngstund á Skála föstudaginn 4. febrúar - allar deildir hittast og syngja saman.

Þá hafa kennarar deilda unnið skemmtileg og fræðandi myndbönd um starfið með börnunum á haustönn þessa skólaárs og má nálgast þau hér fyrir neðan.