Í næstu viku, 3. -7. desember, verður hin árlega flöskusöfnun í Garðaseli en þá mega börnin koma með poka af einnota flöskum að heiman og við söfnum þeim saman og förum svo með í Endurvinnsluna
Ágóðinn af söfnunni fer til SOS-barnaþorpa en þau reka heimili víða um heim fyrir börn í neyð. Garðasel er Sólblómaleikskóli og styður SOS með þessu verkefni. Við biðjum foreldra að styðja við þetta góða verkefni og aðstoða börnin sín.