Framkvæmdir eru á fullu í skólanum og vinna við deildirnar tvær á annarri hæð ganga samkvæmt áætlun. Verkskil þar eru sett 18. mars en í vikunni á eftir munu Vík og Hóll flytja sig upp.
Við þær breytingar fáum við önnur afnot af Skálanum okkar og hægt að nýta hann í ýmislegt fyrir allar deildir.
Framkvæmdir á lóð eru í fullum gangi nú þegar veðrð leyfir og hlökkum við til að geta sótt útidótið okkar í skúrinn í gamla Garðaseli. Unnið er að frágangi á svæðum utanhúss og er smá saman að koma mynd á útisvæði og aðkomu skólans.
Búið er að merkja einstefnu-akstur inn á bílastæðið - keyrt inn að ofanverðu og út að neðanverðu. Allir sem að skólanum koma eru beðnir að sýna tillitsemi og aðgæslu á bílastæðinu.