Nú á vordögum sótti leikskólinn um að verða Heilsueflandi leikskóli en það er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Heilsueflandi leikskóla á vegum Embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans.
Heilsueflandi leikskóli mun leggja sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru:
hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og
starfsfólk