Foreldrafélagið ákvað á fundi félagsins þann 29. janúar að gefa leikskólanum kennsluefni og búnað til að geta startað ræktun í nýja gróðurhúsinu. Í samráði við stjórnendur var ákveðið að bæta við tveimur töskum af vináttuverkefninu Blær frá Barnaheill og kennsluefni í tónlist frá Tónakistunni. Félagið safnaði síðasta sumar um 400 þúsund og átti að nýta þá upphæð í að kaupa gróðurhús, en þar sem við fengum gróðurhús gefins frá Krónunni, ákvað foreldrafélagið að leikskólinn fengi að njóta hluta af afraksturs söfnunarinnar. Leikskólinn þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjafirnar.