Í dag var fyrra heilsuskokk skólaársins og fórum við á svæðið í kringum Akraneshöllina. Veðrið lék við okkur, himinninn heiðskýr, sjórinn sléttur og sólin skein.
Það sem börnin voru dugleg að hlaupa og ganga, gleðin skein af þeim og gaman að sjá hvað þau lögðu sig fram.Sumir skruppu í smá skoðunarferðir, æfðu jafnvægið og aðrir tíndu blóm í leiðinni. Eldri börnin voru með spjöld og létu merkja við hjá sér þegar þau luku einum hring og sumir náðu að fara 18 -10 hringi sem er hvorki meira né minna en 4 -5 kílómetrar. Allir fengu viðurkenningu að lokum, heimagerðan verðlaunapening Myndir koma inn á mánudaginn