Á fundi skóla- og frístundaráðs í gær var bókað :
Skóla- og frístundaráð fagnar því að ákveðið hafi verið að ganga til samninga um hönnun á nýjum leikskóla og leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem fylgir verkinu eftir allt hönnunartímabilið og sé skipaður starfsmönnum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnendum leikskóla. Vinnuhópurinn skilar reglulega fundargerðum til skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs. Vinnuhópurinn gerir tillögu að samráðsvettvangi á hönnunarferlinu.