Holtið í skógræktinni

Í dag fóru Holtarar í skógræktina og áttu þar dásamlegan morgun eins og myndirnar sýna. Myrkrið og kuldinn skiptir engu máli þegar farið er út í náttúruna og leikið og Guttaljósin gera stemninguna í skógræktinni ævintýralega.