Hrósdagurinn í dag

Í dag er hrós-dagurinn. Honum er ætlað að minna okkur á að veita hrós til þeirra, sem eru með okkur í leik og starfi. Hrós endurnærir og er hvetjandi leið til að segja öðrum með einföldum hætti að við tökum eftir því sem þeir gera vel.