Í dag hófst innleiðing á Vináttuverkefni Barnaheilla, sem er forvarnarverkefni gegn einelti. Hann Blær bangsi kom í fyrstu heimsóknina og talaði við börnin um nauðsyn þess að vera góðir vinir og félagar. Hann Blær kom með fulla tösku af litlum böngsum, sem heita Blær eins og hann og hvert barn fékk lítinn bangsa að gjöf. Hann er þeirra eign og verður hér í leikskólanum og Blær ætlar að aðstoða þau við að vera góðir vinir og finna leiðir til að vera góður og hugrakkur félagi.
Myndir