Jólatónleikar 2011 og 2012 árgangs í Tónbergi

Í gær voru jólatónleikar 2011 og 2012 barnanna í Tónbergi fyrir fullum sal gesta og rúmlega það. Á dagskránni voru fjölbreytt jólalög og undirleik sáu  hljóðfæraleikarar og söngvarar úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla fyrir utan svo Tinnu Pálmadóttur sem söng með hópnum og Samúel Þorsteinssyni, sem var tónleikastjóri ásamt kennurum barnanna. Tveir kennarar spiluðu einnig undir, Karen á harmonikku og Helena á fiðlu. Í lok  vel heppnaðra tónleika var gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Tónleikarnir voru teknir upp og geta foreldrar fengðið upptökuna færða inn á USB-lykil eða flakkara. Myndir