17.03.2016
Í dag buðu Víkarar öllum í leikskólanum í Kaffihús á Skála. Þau höfðu útbúið boðskort fyrir alla og gert serviettuhringi, bakað piparkökur Hérastubbs og líka mjög góð skinkuhorn. Síðan sóttu Víkarar börnin á Holti og Lóni og sátu með þeim til borðs. Allir stóðu sig mjög vel og við þökkum Víkurum fyrir flott kaffiboð.
Í dag færðum við Hallberu Rún páskatúlípana en hún er að ljúka 3 vikna samveru með okkur í verknáminu sínu og er þá æfingakennsla þessa skólaárs lokið.