Það hefur verið hefð í Garðaseli að halda upp á Bóndadaginn og Konudaginn með því að bjóða pöbbum, öfum og bræðrum / mömmum, ömmum og systrum í morgunkaffi til okkar. Vegna flutninga var það ekki gert á Bóndadaginn og þetta árið verður ekki Konudags-morgunkaffi.
Í stað þess verður foreldrum og fjölskyldum barnanna boðið til okkar þegar fer að líða á vorið og þá gerum við okkur glaðan dag saman. Það heimboð verður auglýst tímanlega þegar nær dregur.
Þá er fyrirhuguð vígsla skólans í maí og bæjarbúum boðið að koma til okkar og skoða skólann.