Kveðja frá foreldrum

Á þriðjudaginn 11. mars barst leikskólanum stærðar kaka frá þakklátum foreldrum. Tilefnið var að þau hafa verið með börn í Garðaseli óslitið í 10 ár. Með kökunni fylgdi bréf og þakkir fyrir allt sem starfsfólkið hefur gert fyrir börnin þeirra og að ómetanlegt væri að eiga svona frábæra bandamenn sem starfsfólk leikskólans væri.

Það er alltaf gaman að heyra af ánægðum foreldrum.