Eins og flestum er kunnugt hafa fjölmörg samtök kvenna og launafólks blásið til heils dags kvennaverkefalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi.
Garðasel er fjölmennur vinnustaður og allir nema einn sem hér starfa eru konur. Allir starfsmenn leikskólans hafa upplýst stjórnendur um áhuga sinn að taka þátt og munu leggja niður störf þennan dag.
Af þessum sökum mun allt skólastarf í Garðaseli falla niður þriðjudaginn 24. október.
Þennan dag ætla konur að sýna samstöðu og huga að jafnréttismálum á eigin heimili og í samfélaginu almennt.