Í dag fengum við kynningu á YAP ( Young athlete project) sem er verkefni á vegum alþjóðasamtaka Special Olympics sem hefur það markmið að efla hreyfiþjálfun og bæta hreyfifærni barna með sérþarfir. Sérstök áhersla er lögð á gildi snemmtækrar íhlutununar og bíða ekki eftir greiningu barna. Verkefnið hjálpar til við að forgangsraða verkefnum og þjálfun, stig af stigi, og nýtist ekki eingöngu börnum sem sérþarfir heldur öllum börnum leikskólans. Í Garðaseli er sérstök áhersla á fjölbreytta hreyfingu og í innleiðingu á YAP felast tækifæri til að fókusa enn betur á hreyfiþroska og hreyfifærni barna með þrautabrautum og útfærslu mælinga á einstaka þáttum.