Í gær var farið í hina árlegu sveitaferð að Bjarteyjarsandi í blíðskaparveðri. Í sveitinni er jafnan margt að skoða og í gær fæddust tvö lömb sem börnin fylgdust spennt með. Þá var geit sem vakti mikla lukku og var hún líka mjög spennt fyrir börnunum, gaf sig að þeim og var mjög spök.
Í fjörunni er líka margt fróðlegt að skoða og þar eru t.d. fiskikör sem inniheldur alls konar fiska. Við þökkum ábúendum að Bjarteyjarsandi kærlega fyrir ljúfar og góðar móttökur, sérstaklega henni Þórdísi sem var með hópnum á meðan hann dvaldi hjá þeim. Myndasöfn eru komin inn á myndasíður allra deilda.