Í dag var síðara heilsuskokk skólaársins og fóru allir saman í Akraneshöllina, hlupu, skokkuðu eða gengu allt eftir getu hvers og eins. Hreystiæfingar voru gerðar á hverju horni, s.s sprellikarlahopp, magaæfingar, jafnvægi og jógastöður. Í lokin fengu allir verðlaunapening og ávexti. Myndir koma á morgun.