Listaverk ungra barna veita mikla gleði og í leikskólanum fáum við að njóta þeirrar gleði á hverjum degi. Hér eru sjálfsmyndir sem unnar voru á Holti og Lóni . Á Holti var unnið með litað hveitibatik, sem börnin límdu ofan í sjálfsmynd sem þau höfðu teiknað. Litagleðin ein er dásamleg og gerir verkin ótrúlega falleg. Á Lóni var málningu rúllað á flísar og börnin teiknuðu sína mynd á flísina og svo var myndin stimpluð á pappír - fyrstu manneskjurnar þeirra að verða til og gaman að sjá þær. Njótið vel
myndanna