Á Skála er búið að setja upp mikið af einstaklega fallegum listaverkum barnanna. Á Vík og Holti hafa börnin verið að vinna með þemað Ég sjálfur og gert í framhaldi af því stóra sjálfsmynd. Þessar myndir hafa verið settar upp á Skála og eru sannkallað augnayndi. Þá eru aðrar útgáfur af sjálfsmyndum líka uppi á veggjum, mjög skemmtilegar og fallegar og á Lóni eru komnar fyrstu sjálfsmyndir barnanna. Foreldrar eru hvattir til að koma inn á Skála og skoða þessi listaverk barnanna.
Á
myndasíðu skólans má sjá albúm með þessum listaverkum.