Alltaf er nóg að gera í Garðaseli. Í október og nóvember er þemað Læsi og unnið er með Línu Langsokk, sögurnar hennar, söngva og eiginleika hennar ( dugleg, sterk, lausnamiðuð, hugrökk, góður vinur ). Á Víkinni er verið að búa til Sjónarhól og á Holti er Lína sjálf í bígerð og fullt af litlum Línum sem munu fylgja með.
Lestrarátak barna og foreldra gengur mjög vel og einstaklega gaman að sjá hversu duglegir allir eru. Í byrjun dags skrifa börn og foreldrar saman á miða nafn barns og heiti bókarinnar sem lesin var heima. Síðan er merkispjaldið sett á forstofuhurð deildar þannig að allir geti séð hversu duglegur hópurinn er.
Elsti hópurinn gerði nafnið sitt úr litríkum pappírs-bútum sem var skemmtileg vinna. Tákn með tali er á sínum stað og ritmálið sýnilegt í skólanum. Skemmtileg vinna