Í október er áhersla lögð á læsi í sinni fjölbreyttu mynd og unnið með það á öllum deildum. Verkefnin taka mið af aldri og þroska barnanna og eru fjölbreytt að vanda. Bókaormar eru á öllum deildum þar sem börnin koma með bók að heiman til að lesa. Unnið er með bókstafina á fjölbreyttan hátt, í máli og myndum. Á Vík var ákveðið að allir hópar myndu lesa Fíu sól og vinna með texta og orð þar sem áherslan er að finna orð sem hljóma undarlega og reyna að finna merkingu þeirra. Myndir úr vinnu með
LÆSI