Á föstudaginn 11. október er elstu börnunum boðið á farandsýningu Þjóðleikshússins í Tónbergi. Sýningin heitir Ómar orðabelgur og hefst kl: 10.00.
Eitt af markmiðum Þjóðleikhússins er að bjóða börnum að upplifa töfra leikhússins, óháð búsetu og efnahag, og því stendur það fyrir sérstökum boðssýningum á fjölmörgum stöðum á landinu. Þjóðleikhúsið hefur á undanförnum árum boðið ungum börnum í leikhús, en nú bætast sýningar fyrir unglinga við.
Gunnar Smári Jóhannesson leikur og semur Ómar orðabelg . Í sýningunni sláumst við í för með Ómari orðabelg í leit að uppruna orðanna. Hvaðan kemur orðið fíll? Afhverju segjum við fægiskófla? Er appelsína epli frá Kína? Ómar orðabelgur ferðast um heim orðanna og kynnist allskonar skrýtnum orðum, en eitt orð mun hann kannski aldrei skilja til fulls.