Á öskudaginn var náttfatadagur. Allir komu í náttfötum og börnin máttu koma með mjúkdýr með sér. Glæsileg andlitsmálning var í boði fyrir þá sem vildu. Skemmtun var á Skála þar sem dansað var og marserað saman og síðan tók veiðiferðin góða við. Hún felst í því að kasta veiðarfærum yfir vegg og síðan kemur ýmislegt skondið til að byrja með, s.s. snuð, bleyjur, brjóstahaldarar, sundföt, gleraugu og húfur og vekur það mikla kátínu þegar ljóst er hvað hver fær. Í lokin fá síðan allir popp-poka og eru glaðir með það. Hér má sjá
myndasafn frá deginum og jafnframt eru komin inn myndbönd á
Facebook-síðu skólans.