Fimmtudaginn 26. maí var útskriftarhátíð elstu barnanna í Garðaseli og fyrir hátíðina höfðu þau gert myndband sem var sýnt í gær og vakti mikla gleði og ánægju.
Textann gerðu umsjónarkennarar hópsins, Heiða og Ragnheiður, um undirspil og söng með hópnum sáu Flosi Einarsson og Ylfa Flosadóttir og síðan sá Ingimar Ágústsson, nemandi í Grundaskóla, um klippingu myndbandsins. Við þökkum þeim fyrir aðstoðina og frábæra hópnum okkar fyrir þetta skemmtilega myndband