Búið er að virkja leið fyrir foreldra til að sækja myndir af börnun þeirra sem eru í kerfi Karellen. Foreldrar fara inn á sitt svæði í Karellen, velja myndir og þar koma fram allar myndir sem eru af börnunum í kerfinu. Foreldrar geta hakað við þær myndir sem þeir vilja fá og smella svo á hnappinn
Kaupa myndir. Í dag kostar þetta ekkert en mun kosta 1000 kr ( óháð fjölda mynda sem sóttar eru ). Kerfið safnar þá myndunum í möppu og sendir foreldrum krækju á möppuna og þannig geta foreldrar eignast myndirnar í bestu upplausninni. Mikilvægt er að fara á vefsvæðið en ekki nota Appið.