Sóttvarnarlæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi. Með breytingunum er gert ráð fyrir að færri þurfi að fara í sóttkví ef smit kemur upp og tekur það mið af því hvort samvera við smitaðan einstakling hefur verið mikil eða ekki.
Ef samvera hefur ekki verið mikil eða í langan tíma verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi, nemandi eða starfsmaður, mætt í skólann.
Rakning og litakóðar vegna smita og sóttkvíar