Í gær var Rauður dagur í Garðaseli og við héldum Litlu jólin.
Allir mættu í einhverju rauðu og yngstu börnin sungu og dönsuðu við jólatréð fyrir hádegi og fengu mandarínu í lokin.
Eftir hádegi mætti Skjóna og með henni tveir jólasveinar sem skemmti eldri börnunum með söng og glensi og færðu börnunum mandarínu í lokin.