Fimmtudaginn 17. desember var Rauður dagur í Garðaseli og allir mættu í einhverju rauðu. Jólalegt var að líta yfir skólann þennan dag. Litlu-jólin voru fyrir hádegi og hingað mættu sex kátir sveinar sem dönsuðu með okkur og sungu. Víkin sýndi helgileik þar sem allir höfðu hlutverk í jólasögunni og þau höfðu útbúið og tekið til nauðsynlega leikmuni. Í hádeginu var síðan jólamaturinn á borðum, hamborgarahryggur með góðu meðlæti og ís í eftirrétt. Myndir frá þessum skemmtilega degi eru komnar inn á heimasíðuna okkar og hægt að skoða þær
hér.