Í dag var Rauður dagur og allir mættu í einhverju rauðu og var fallegur jólablær yfir skólanum. Leiksýningin Jólaævintýri Þorra og Þuru var í boði foreldrafélagsins og var hún falleg og ljúf og börnin tóku mikinn þátt í söng og spjalli. Þura sá svo um Litlu-jólin með undirspili og söng og jólasveinn kom í heimsókn. Einstaklega vel heppnaður dagur og foreldrafélagið fær bestu þakkir fyrir þeirra framlag á þessum góða degi. Myndir má nálgast
hér