Nú þegar jólasveinarnir fara að týnast til byggða eykst spennan og álagið hjá litlum börnum sem bíða spennt eftir að sjá hver skógjöfin er hverju sinni. Skógjöfin hefur oft verið tengd því hversu góð börnin eru og kartaflan eða alvarlegt bréf frá jólasveininum er það sem óþekku börnin fá.
En ímyndið ykkur, kæru foreldrar, hversu mikil spenna og álag þetta er fyrir börnin ykkar og ekki bara nokkur kvöld, heldur þrettán . Mikilvægt er að stilla skógjöfinni í hóf, hún á að vera lítill glaðningur í desember en ekki koma í staðinn fyrir jólagjafir. Börnin eru glöð eða minna glöð þessa daga og segja frá skógjöfinni sinni í leikskólanum en við biðjum um að skógjafirnar séu skildar eftir heima. Börnin bera saman það sem þau fá og stundum skiptir ekki máli hversu góður og þægur maður var, skógjöfin var samt minni en hjá hinum. Höldum vel utan um skógjafirnar og höfum hófsemi að leiðarljósi.