Könnun var send út vegna Skráningardaga í leikskólum Akraneskaupstaðar en sérstakir dagar hafa verið merktir og eru leikskólarnir lokaðir þessa daga en eru opnir fyrir þau börn / þá foreldra sem þurfa að nýta þá. Þetta eru dagar tengdir vetrarfríum grunnskóla, jólafríi og dymbilviku.
Skráningu á að vera lokið 30. september og meginforsendan er sú að ef engin skráning berst er litið svo á að barnið sé fjarverandi þessa daga.
Foreldrar geta valið að merkja við Gjaldfrjálsan desember - það þýðir að börnin eru ekki í leikskólanum þessa ellefu daga og fá allan desember gjaldfrjálsan ( 21 dagur).
Foreldrar geta merkt við ákveðna daga sem börnin mæta og fá þá aðra daga gjaldfrjálsa.
Foreldrar merkja við mætingu barna sinna alla dagana.