03.02.2017
Mánudaginn 6. febrúar kl: 10.00-10.30 verður söngstund á Skála í tilefni af Degi leikskólans. Fjölskyldum Garðaselsbarna er boðið að koma og vera með í söng og gleði. Þennan dag vekja leikskólar um land allt athygli á mikilvægi skólastigsins og því faglega starfi sem þar er unnið.