Þessa dagana er mikið rætt um COVID-smit í samfélaginu og hvaða áhrif það hefur í nærumhverfi okkar. Heilu skólarnir loka í viku vegna sóttkvíar nemenda og starfsfólks.
Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar stofnanir fyrir margra hluta sakir og áhersla er lögð á að skerða ekki þjónustu þeirra með fækkun nemenda og starfsfólks hverju sinni.
Nú sem aldrei fyrr reynir á ábyrgð allra á eigin sóttvörnum. Við ítrekum að allir þeir sem koma að Garðaseli sýni ríka ábyrgð þegar kemur að sóttvörnum svo skólastarfið geti gengið eins snuðrulaust fyrir sig og hægt er.
Garðasel er eitt hólf og ekki hægt að skipuleggja hólfaskiptingu í óskertri starfsemi.
Tökum höndum saman og gerum okkar allra allra besta.