Enn er veðrið með okkur í liði þegar við blésum til Sumargleði í Garðaseli.
Hoppukastalar í boði foreldrafélagsins og pylsur í hádeginu - allir sáttir með þetta.
Þetta eru lokin á vel heppnuðum Íþróttadögum í Garðaseli og á morgun, föstudag, munum við slaka á og njóta annarra verkefna.