Sumarlokun og bestu óskir

Á morgun kl: 12.00 hefst sumarlokun leikskólans. Starfsfólk, sem enn er í vinnu, fer í að rýma svæði, færa til búnað og gera leikskólann klára fyrir bónun í sumarlokun. Við minnum á að gott er að tæma alla fatakassana og taka úr hólfum barnanna. Nú bíður langþráð frí eftir okkur sem við ætlum öll að njóta, hlaða hjartað af gleði sumarsins og fylla lungun af súrefni. Hlökkum til að hitta ykkur öll þriðjudaginn 4. ágúst kl: 12.00. Takk fyrir skólaárið og þakkir til allra elstu barnanna og foreldra þeir fyrir samveruna og ljúft samstarf. Við munum sakna ykkar