22.03.2017
Á fundi Skóla- og frístundaráðs í gær var samþykkt tillaga leikskólastjóra og sviðstjóra að starfsemi leikskólanna sumarið 2017. Leikskólarnir loka allir í þrjár vikur 17. júlí til og með 4. ágúst. Vikurnar tvær, sem áður voru Sumarskóli, verða nú í höndum hvers leikskóla fyrir sig, börn og starfsfólk fara ekki á milli skóla. Hvert barn þarf að taka 4 vikur samfelldar í sumarfrí og eru þessar vikur gjaldfrjálsar. Ef foreldrar velja að bæta 5. vikunni við þessar fjórar þá verður sú vika einnig gjaldfrjáls.
Foreldrar fá skráningarblað afhent í leikskólanum 3. apríl n.k. þar sem þeir eru beðnir að skrá sumarfrí barna sinna og skólalok elstu barnanna ( 2011). Skilafrestur er í síðasta lagi 12. apríl n.k og er skráningin bindandi þar sem mönnu skólans tekur mið af fríum barnanna.