Svefn er mikilvægur þáttur í góðri heilsu, barna sem fullorðinna. Lítil börn í erilsömu umhverfi leikskólanna þurfa að fá að hvíla sig og sofa án þess að vera vakin eftir of stuttan lúr. Hvað gerist ef börnin fá að sofa lengur, jafnvel þangað til þau vakna sjálf ? Þau vakna úthvíld og njóta dagsins betur og trúlegast munu þau ekki " dotta" seinnipartinn til að bæta sér upp það sem vantaði upp á svefninn þeirra í kringum hádegið. Hér fyrir neðan er bæklingur um svefn yngstu barnanna og mikilvægi hans.