Leikskólar Akraneskaupstaðar luku nýverið við að halda foreldranámskeiðið Tengjumst í leik í samvinnu við Invest in play og Föruneyti barna. Akranes er fyrsta sveitafélagið á Íslandi sem bauð foreldrum barna í öllum sínum leikskólum á námskeiðið án endurgjalds. Foreldrar 48 barna á Akranesi sátu námskeiðið í fjórum leikskólum.
"Það er miklu meiri ró á heimilunu.." Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.
"Mér finnst námskeiðið hjálpa mér að takast á við foreldrahlutverkið" Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.
Foreldranámskeiðið Tengjumst í leik hefur verið í innleiðingarferli í leikskólum Akraneskaupstaðar síðan í ágúst. Námskeiðið er 12 vikna námskeið sem byggir á gagnreyndum aðferðum í vinnu með börnum og foreldrum. Tengjumst í leik er námskeið þar sem foreldrar efla sjálfstraust sitt í foreldrahlutverkinu og skapa trygg og góð tengsl við börnin sín. Þannig geta foreldrar betur stutt náms- og félagsfærni, ásamt því að stuðla að aukinni tilfinningastjórn barna sinna.
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir foreldra leikskólabarna eftir áramót, sem verður auglýst síðar.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á www.akranes.is