Samtök kvenna og launafólks hvetja konur til að leggja niður störf kl. 14.55 miðvikudaginn 24. október til að vekja athygli á baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna. Því verður skólanum lokað frá kl: 14.55 og foreldrar vinsamlegast beðnir að vera búnir að sækja börn sín fyrir þennan tíma. Ekki verður hægt að halda úti þjónustu eftir kl: 14.55 þar sem stærsti hluti starfsmanna Garðasels tekur þátt í þessari baráttu til jafnra launa sem að þessu sinni er kallað Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.
Við hvetjum feður, afa, bræður og frændur, til að sækja börn snemma í leikskólann þennan dag svo konur geti tekið þátt í þessum viðburði.