Í þessari viku var farið í skógræktina í útinámið með Víkara og Holtið. Hafrún er verkefnastjóri á vorönn með útinámið, hefur útibúið verkefni og efnivið og fylgir hópum og kennurum í þessum stundum. Bakpokinn er fullur af skemmtilegum verkfærum og verkefnum og þessa vikuna kom stærðfræðin sterkt inn þar sem við erum í þemavinnu með hana. Hugarfrelsi er einnig tekið og fátt sem toppar slökun og hugleiðslu úti í náttúrunni Ekki skemmdi nú fyrir að leiðin í skógræktina er orðin svo flott, kominn þessi fíni gangstígur sem auðveldar allt umferli og eykur öryggi barnanna. Myndir