Þessa viku eru umferðardagar þar sem áhersla er lögð á hjól, hjálmanotkun ásamt gangbrautum og umferðarljósum. Mikilvægt er að börnin læri að þekkja hætturnar í umhverfinu og verði örugg . Hér má nálgast
bækling frá Samgöngustofu um öryggi og umferli barna í umhverfinu.
Hver deild hefur verið með hjóladaga þar sem börnin taka hjólin sín með sér að heiman og að sjálfsögðu hjálmana sína. Bílastæðið hefur verið rýmt og settar upp brautir. Víkin fór í dag í hjólabrautina við Grundaskóla en hún var sett upp fyrir yngri nemendur þar. Deildir hafa verið duglegar að setja inn myndir frá hjóladögunum, bæði hér og einnig á Facebool-síðu skólans.