Umferðardagar

Í þessari viku eru umferðadagar hjá okkur í leikskólanum Garðaseli með áherslu á öryggi í umferðinni, hjól og hjálma. Inn á vefsíðunni umferdavefurinn.is eru skemmtilegir leikir, myndbönd og annað sem tengist umferðinni sem við ætlum að skoða með börnunum. Gaman væri líka fyrir börnin að fá að skoða þetta með foreldrum heima því aldrei er of mikið rætt um að fara varlega í umferðinni og læra að þekkja hvað er öruggt. Á vefsíðunni er skemmtilegur linkur sem heitir ,,Úti í umferðinni" en þar er verið að taka fyrir átta þætti um helstu umferðarreglur t.d örugg á hjólinu, úti að leika. Skemmtileg videó sem gaman er að skoða ?