Útskriftarferð elstu barnanna

Í morgun lögðu elstu börnin af stað í útskriftarferðina sína sem í ár er með öðru sniði en áður þar sem Skorradalurinn er skilgreindur sem hættusvæði og ekki hægt að fara þangað.

Ferðin í ár var skipulögð í Reykjavík ; keila og pítsuveisla í Keiluhöllinni, hvalasafnið verður heimsótt og dagurinn endar á fallegu útivistarsvæði í Mosfellsbænum. Heimkoma er áætluð kl. 17.00. 

Kennarar og börn hafa skipulagt þennan dag saman og var mikil spenna og gleði í hópnum þegar lagt var af stað.