Í gær fóru elstu börnin í útskriftarferðina sína í Skorradal. Lagt var af stað kl: 9.00 og komið heim kl: 17.30. Ferðin var einstaklega vel heppnuð þar sem leikur og gleði, forvitni og skoðun í nýju umhverfi ásamt leik og samveru voru í fyrirrúmi. Svo ekki sé talað um matinn sem fór með :)
Þegar heim var komið var mótttökunefnd foreldra og systkina sem tók á móti hópnum með blöðrum, fánum og blómum - dásamleg stund og fallegur endir á góðum degin.
Myndir úr ferðinni má skoða hér