Vinátta barna - hlutverk foreldra og hinna fullorðnu
14.10.2016
Foreldrar og hinir fullorðnu í umhverfi barna hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að kenna börnum sínum góð samskipti og verða góðir félagar. Þannig tryggjum við að börnin muni sjálf eignast vini sem er eitt af því mikilvægasta sem allir eiga.
Vináttuverkefni Barnaheilla sendir foreldrum þetta fallega og innihaldsríka plakat með leiðbeiningum um hvernig við getum sem best stutt börnin í samskiptum.