Sumarlokun frá 4. júlí -5. ágúst

Í dag er síðasti starfsdagurinn fyrir sumarlokun en hún verður frá 4. júlí  til og með  5. ágúst. Við óskum öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að hittast í ágúst. Sumarskólinn verður í Akraseli frá 4. -15. júlí og þangað fara börn frá Garðas...

Ragnhildur Edda kvödd

Í dag lætur Ragnhildur Edda af störfum en hún hefur verið hér í Garðaseli samfellt í 20 ár. Henni færum við okkar bestu þakkir fyrir samveruna, samstarfið og ekki síst vináttuna um leið og við óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

Nýjar myndir á Lóni

Nú eru komnar inn nýjar myndir af Lónurum sem teknar eru í góðviðrinu síðustur daga og vikur

Kynningarbréf vegna Sumarskólans 2016

Sumarskólinn 2016 verður í Akraseli 4. - 15. júlí eða í tvær vikur. Úr Garðaseli fara 15 börn í fyrri vikuna og 6 börn í síðari vikuna. Kennarar sem fylgja hópnum í fyrri viku eru Hafrún, Gugga Gísla og Kristín Releena og í síðari vikunni er Krist...

Viðhorfskönnun til foreldra

Foreldrar í Garðaseli fengu í dag senda krækju á viðhorfskönnun sem þeir eru beðnir um að svara. Viðhorf þeirra og skoðanir skipta miklu máli í endurmati og útbótum í leikskólastarfinu. Hér er slóðin á könnunina sem eingöngu foreldrar í Garðaseli ...

Grillhátíð foreldrafélagsins

Í dag var grillhátíð foreldrafélagsins í blíðskaparveðri. Garðaselsbörn og fjölskyldur þeirra gæddu sér á grilluðum pylsum í hádeginu í boði foreldrafélagsins. Myndir frá grillinu má skoða hér      

Myndir frá 1. og 2. degi Íþróttaviku

Hér má fara á slóð á myndaalbúm frá 1. og 2. degi Íþróttaviku. Þeir dagar voru skipulagðir við Akraneshöllina og í íþróttahúsinu - ýmsar þrautir, boltaleikir og fallhlífin.

Íþróttadagar í sól og sumaryl

Óhætt er að segja að veðrið leiki við okkur þessa dagana og dagskrá Íþróttaviku nýtur góðs af því. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og ekki skemmir þetta góða veður. Í gær skiptust hóparnir í verkefni fyrir utan Akraneshöllina og síðan í ...

Jóga úti í sólinni - myndband

Í dag lék sólin og góða veðrið við okkur. Allir nutu útivistar og hlóðu sól og gleði í hjartað. Íris Björg bauð öllum í jógastund úti og má sjá hana hér á myndbandinu. https://www.youtube.com/watch?v=392wskUX4dg

Dagskrá Íþróttaviku 2016

Í næstu vikur er Íþróttavikan þar sem verkefni og viðfangsefni tengjast íþróttum og hreyfingu. Íþróttastjórar, Lára Dóra, Karen og Helena,  settu saman flotta dagskrá fyrir alla árganga sem má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá Íþróttaviku 2016