26.02.2020
Mikið gleði var í Garðaseli í morgun og litskrúðugir búningar og náttföt settu svip sinn á skólann. Samvera og dans var á Skála með öllum deildum og börnin fengu lítinn rúsínupakka og popp, sem þau gæddu sér á . Hér má sjá myndir frá deginum
21.02.2020
Fullt út að dyrum í morgun þegar mæður, systur, ömmur og frænkur komu í morgunkaffi í Garðasel. Hér var setið á hverjum stól í öllum rýmum, leikið með börnunum og spjallað. Kærar þakkir fyrir komuna og megi þið eiga ljúfan Konudag
18.02.2020
Endurskin gangandi vegfarenda er aldrei of mikið og getur bjargað mannslífum. Í dag fengu öll Garðaselsbörnin endurskinsmerki að gjöf frá Slysavarnardeild kvenna hér á Akranesi. Við þökkum fyrir góða gjöf og allt það góða starf sem félagið stendur...
18.02.2020
Leikurinn er námsleiðin í leikskólum og nám barna byggir á því að læra í gegnum leikinn sem á að vera fjölbreyttur og með viðfangsefnum sem krefjast lausna af ýmsum gerðum. Þannig læra börnin, inni og úti, og byggja upp þroska inn og færni. Sjá my...
10.02.2020
Leiðbeiningar til almennings vegna Kórónaveirunnar hafa verið gefnar út og mikilvægt að af fólk hugi að þessum leiðum sem þar eru nefndar. Plaköt með þessum ráðleggingum eru komin upp í leikskólunum. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/g...
02.02.2020
Á morgun 3.febrúar kemur Sigríður Ylfa Arnarsdóttir til starfa hjá okkur í Garðaseli. Ylfa verður í afleysingum í skólanum til að byrja með. Við bjóðum hana velkomna til okkar.
02.02.2020
Þá er febrúar genginn í garð og við kveðjum janúar. Hér fyrir neðan má nálgast gögn fyrir febrúar en þau eru líka komin inn á Facebook-síðu skólans.
dagatal febrúar
fréttabréf febrúar
matseðill febrúar