01.03.2017
Þá er mars genginn í garð og veturinn líður hratt finnst okkur. Við mánaðamót endurnýjum við upplýsingagögn til foreldra, sem fá þau einnig send í tölvupósti. Hér fyrir neðan má nálgast þessi gögn ;
dagatal
fréttabréf
matseðill
...
01.03.2017
Í gær var síðasti dagur Rutar Ragnarsdóttur, sem lét af störfum að eigin ósk. Í dag byrjaði Sigurást Árnádóttir hjá okkur í Garðaseli og er í afleysingu frá 9.00 -13.00. Við bjóðum við hana hjartanlega velkomna.
01.03.2017
Í dag er hrós-dagurinn. Honum er ætlað að minna okkur á að veita hrós til þeirra, sem eru með okkur í leik og starfi. Hrós endurnærir og er hvetjandi leið til að segja öðrum með einföldum hætti að við tökum eftir því sem þeir gera vel.
17.02.2017
Í morgun var mömmum, ömmum og systrum boðið í morgunkaffi í Garðasel í tilefni konudagsins, sem er á sunnudaginn. Mikill fjöldi kvenna mætti til okkar og áttu saman ljúfa morgunstund.
03.02.2017
Mánudaginn 6. febrúar kl: 10.00-10.30 verður söngstund á Skála í tilefni af Degi leikskólans. Fjölskyldum Garðaselsbarna er boðið að koma og vera með í söng og gleði. Þennan dag vekja leikskólar um land allt athygli á mikilvægi skólastigsins...
01.02.2017
Nýr mánuður er genginn í garð og þá endurnýjast ýmis upplýsingagögn. Foreldrar hafa fengið í tölvupósti dagatal, fréttabréf og matseðil febrúarmánaðar en einnig má nálgast þessi gögn hér fyrir neðan.
dagatal febrúar
fréttabréf febrúar
m...